Íslenski boltinn

Tryggvi: Áttum ekki meira skilið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
"Þetta er gríðarlega svekkjandi," sagði Tryggvi Sveinn Bjarnason, varnarmaður Stjörnunnar eftir 2-2 jafnteflið við Hauka í kvöld. Tryggi skoraði fyrra mark Stjörnunnar í leiknum. "Við áttum bara ekki meira skilið. Við virkuðum þreyttir en áttum ekkert að vera það, það er langt síðan leikurinn við Selfoss var. Þetta var andlaust hjá okkur, ég kann engar skýringar af hverju," sagði Tryggvi. "Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða fyrir næsta leik. Við ætluðum að gera of mikið sjálfir og náðum ekki upp okkar leik. Það er sama hvort það var andleysi okkar eða að þeir hafi verið svona góðir," sagði Tryggvi.

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins

Leikur Stjörnunnar og Hauka var ekki sá skemmtilegasti í sumar, samt sem áður litu fjögur mörk dagsins ljós. Niðurstaðan 2-2 jafntefli í miklum baráttuleik þar sem Haukar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×