Fótbolti

Maradona segist vera hættur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Diego Armando Maradona er væntanlega hættur að þjálfa argentínska landsliðið. Hann sagðist vera hættur við fjölmiðla er hann lenti með landsliðinu í heimalandinu í dag.

"Þetta er komið. Minn tími er liðinn," sagði Maradona við lendingu. "Ég hef gefið landsliðinu allt sem ég á."

Það má segja að argentínska landsliðið hafi komið mörgum á óvart með góðum leik á HM. Þrátt fyrir aragrúa frábærra leikmanna spilaði liðið hörmulega í undankeppninni og rétt komst inn í lokakeppnina sjálfa.

Eftir þetta góða gengi á HM vilja margir sjá Maradona halda áfram með landsliðið. Ekkert hefur enn heyrst frá argentínska knattspyrnusambandinu varðandi þjálfaramálin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×