Innlent

Icesave: Gætu fallið frá einhliða skilmálum

Bretar og Hollendingar hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til þess að falla frá þeim einhliða skilmálum sem þeir settu Íslendingum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir áframhaldandi viðræðum um lausn Icesave-deilunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Líkur eru á því að samningaviðræður hefjist á ný í vikunni eftir páska. Þeir skilmálar sem Bretar og Hollendingar settu fyrir áframhaldandi viðræðum voru óviðunandi í augum íslensku samninganefndarinnar en þeir gerðu m.a kröfu um að Íslendingar féllust á að lánaskjölin eins og þeir útbjuggu þau yrðu lögð til grundvallar, að Íslendingar féllust á að falla frá því að setja lagalega fyrirvara í samkomulagið sem ekki voru í fyrri samninum og að Íslendingar féllu frá frekari eftirgjöf Bretar og Hollendingar hvað varðar vexti á lánunum og upphæð höfuðstóls lánanna.

Bretar og Hollendingar hafa nú sent þau boð til Íslands að þeir séu nú reiðubúnir að setjast að samningaborðinu á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×