Enski boltinn

Jose Mourinho ætlar aldrei að þjálfa enska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Mynd/AP
Það kemur vel til greina hjá Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, að verða landsliðsþjálfari í framtíðinni en hann hefur enn á ný ítrekað það að það verði þó aldrei fyrr en að hann verði kominn á lokasprettinn á sínum þjálfaraferli.

Portúgalinn hefur hinsvegar lokað á þann möguleika á að hann muni einhvern tímann þjálfa enska landsliðið. Hinn 47 ára gamli Mourinho segir það aðeins koma til greina að þjálfa sitt landslið, það er landslið Portúgals. Það munaði litlu að Mourinho tæki tímabundið við portúgalska landsliðinu á dögunum.

„Ég tel að landslið eigi að snúast um leikmenn og þjálfara frá því landi. Enska landsliðið er fyrir Englendinga og portúgalska landsliðið er fyrir Portúgala. Portúgal þarf hinsvegar að bíða lengi eftir mér," sagði Jose Mourinho í viðtalið við BBC's Football Focus þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×