Enski boltinn

Wilkins: Frank Lampard ómetanlegur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lampard fagnar einu af mörkunum fjórum.
Lampard fagnar einu af mörkunum fjórum.

Frank Lampard skoraði fjögur mörk fyrir Chelsea í 7-1 bursti gegn Aston Villa í dag. Þetta var hans 151. mark fyrir félagið og er hann nú þriðji markahæsti leikmaður þess frá upphafi.

Magnað afrek hjá Lampard, sérstaklega í ljósi þess að hann er miðjumaður. „Lampard er ómetanlegur fyrir okkur," sagði Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea.

„Hann vinnur frábærlega fyrir liðið. Hann er að framkvæma það sama í hverri viku. Hann æfir vel það sem hann ætlar að gera í leikjum og það skilar sér."

„Þegar þú skorar mörk reglulega og spilar í þeim styrkleika sem hann hefur gert síðustu ár, þá er ekki hægt að neita því að þú ert í hópi þeirra allra bestu," sagði Wilkins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×