Lífið

Skipað að fara á spítala

Juliette Lewis. MYND/Cover Media
Juliette Lewis. MYND/Cover Media

Leikkonan Juliette Lewis, 37 ára, sem slasaðist í árekstri í síðustu viku eftir að ökumaður keyrði á hana en stakk síðan af. Hún þverneitaði að fara á sjúkrahús eftir áreksturinn því hún slasaðist ekki alvarlega en viðurkennir þó að hún fann fyrir verkjum eftir áreksturinn þar sem hún var farþegi.

Sannfæra þurfti Juliette um að fara beinustu leið á spítalann eftir áreksturinn en hún neitaði því hún gat ennþá gengið þrátt fyrir eymslin sem hún fann fyrir í líkamanum.

„Sjúkraflutningarmennirnir sem komu á staðinn sögðu við mig: „Við skiljum fólk ekki eftir á slysstað eftir svona harðan árekstur. Þú verður að koma með okkur á spítalann til að láta skoða þig. Þeir sannfærðu mig, skipuðu mér að koma og ég gaf eftir og fór með þeim," útskýrði Juliette.

„Ég get ekki hugsað mér að lýsa árekstrinum. Þetta var hræðilegt ég er ennþá hálfringluð," sagði hún.

„Slysið minnti mig á að hugsa um litlu hlutina sem skipta svo miklu máli. Ég fór strax og hitti fjölskylduna mína og vini eftir það."

Við erum á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.