Fótbolti

Ennþá nóg til af miðum á HM í fótbolta í sumar

Arnar Björnsson skrifar
Mynd/AFP
Það gengur illa að selja miða á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Suður-Afríku í sumar. Það eru 78 dagar eru þar til opnunarleikurinn Suður-Afríku og Mexíkó fer fram.

Enn eru um 650 þúsund miðar óseldir af þeim tæplega 3 milljónum miða sem eru í boði. Til samanburðar var uppselt á alla 64 leikina í Þýskalandi fyrir 4 árum.

570 þúsund miðar voru boðnir knattspyrnusamböndum liðanna í keppninni en samböndin 31 skiluðu 330 þúsund miðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×