Íslenska sveitin bjargaði tveimur konum 14. janúar 2010 16:50 Liðsmönnum íslensku alþjóðabjörgunarsveitin tókst að bjarga tveimur konum lifandi úr rústum fjögurra hæða verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í höfuðborg Haítí í dag. Konurnar, sem eru 25 til 30 ára, eru ekki mikið slasaðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Verið er að hlúa að þeim af björgunaraðilum, meðal annars með vökvagjöf. Sveitin tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í höfuðborginni sem varð einna verst úti í skjálftanum sem reið yfir eyjuna í fyrrakvöld. Tengdar fréttir Íslendingarnir í sínu fyrsta verkefni Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vinnur nú að sínu fyrsta rústabjörgunarverkefni á Haítí. Tveir hópar sveitarinnar leita í rústum fjögurra hæða húss/verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í Port au Prince og er talið að þrír einstaklingar sem eru á lífi séu fastir í rústunum. 14. janúar 2010 15:24 Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. 14. janúar 2010 10:50 Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30 Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 14. janúar 2010 13:25 Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34 Íslendingarnir á Haítí - myndir Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins slóst með í för þegar Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hélt í gær til Haítí. Sveitin tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í borginni Port au Prince sem varð einna verst úti í skjálftanum sem reið yfir eyjuna í fyrrakvöld. Valgarður er nú á leið aftur til Íslands en hann hefur sent nokkrar myndir af því þegar verið var að afferma þotuna á flugvellinum í Port au Prince. Þær má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi. 14. janúar 2010 16:25 Búið að safna níu milljónum á einum sólarhring Hátt í níu milljónir hafa safnast í átaki Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí en söfnunin hófst fyrir um sólarhring síðan. Þetta kemur fram á heimasíðu Rauða krossins. 14. janúar 2010 16:21 Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28 Íslenskur sendifulltrúi til Haítí í dag Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara. 14. janúar 2010 11:48 Síminn tekur ekki gjald af símasöfnun fyrir Haítí „Málið er að það urðu leiðindamistök,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en þeir sem hafa hringt í styrktarsíma Rauða Krossins í þeim tilgangi að styrkja björgunarstarf í Haítí, hafa orðið varir við að Síminn tilkynnir viðkomandi að 79 krónu gjald renni til símans. 14. janúar 2010 11:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Liðsmönnum íslensku alþjóðabjörgunarsveitin tókst að bjarga tveimur konum lifandi úr rústum fjögurra hæða verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í höfuðborg Haítí í dag. Konurnar, sem eru 25 til 30 ára, eru ekki mikið slasaðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Verið er að hlúa að þeim af björgunaraðilum, meðal annars með vökvagjöf. Sveitin tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í höfuðborginni sem varð einna verst úti í skjálftanum sem reið yfir eyjuna í fyrrakvöld.
Tengdar fréttir Íslendingarnir í sínu fyrsta verkefni Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vinnur nú að sínu fyrsta rústabjörgunarverkefni á Haítí. Tveir hópar sveitarinnar leita í rústum fjögurra hæða húss/verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í Port au Prince og er talið að þrír einstaklingar sem eru á lífi séu fastir í rústunum. 14. janúar 2010 15:24 Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. 14. janúar 2010 10:50 Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30 Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 14. janúar 2010 13:25 Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34 Íslendingarnir á Haítí - myndir Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins slóst með í för þegar Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hélt í gær til Haítí. Sveitin tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í borginni Port au Prince sem varð einna verst úti í skjálftanum sem reið yfir eyjuna í fyrrakvöld. Valgarður er nú á leið aftur til Íslands en hann hefur sent nokkrar myndir af því þegar verið var að afferma þotuna á flugvellinum í Port au Prince. Þær má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi. 14. janúar 2010 16:25 Búið að safna níu milljónum á einum sólarhring Hátt í níu milljónir hafa safnast í átaki Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí en söfnunin hófst fyrir um sólarhring síðan. Þetta kemur fram á heimasíðu Rauða krossins. 14. janúar 2010 16:21 Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28 Íslenskur sendifulltrúi til Haítí í dag Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara. 14. janúar 2010 11:48 Síminn tekur ekki gjald af símasöfnun fyrir Haítí „Málið er að það urðu leiðindamistök,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en þeir sem hafa hringt í styrktarsíma Rauða Krossins í þeim tilgangi að styrkja björgunarstarf í Haítí, hafa orðið varir við að Síminn tilkynnir viðkomandi að 79 krónu gjald renni til símans. 14. janúar 2010 11:44 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Íslendingarnir í sínu fyrsta verkefni Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vinnur nú að sínu fyrsta rústabjörgunarverkefni á Haítí. Tveir hópar sveitarinnar leita í rústum fjögurra hæða húss/verslunamiðstöðvar á Caribbean Market sem er verslunarstaður í Port au Prince og er talið að þrír einstaklingar sem eru á lífi séu fastir í rústunum. 14. janúar 2010 15:24
Rústabjörgunarsveitin fær litla hvíld Íslenska björgunarsveitin sem send var til Haítí fær litla hvíld en björgunarstarf hefst innan skamms. Liðsmenn sveitarinnar gátu lagst til hvílu á milli klukkan sex og sjö í morgun en til stóð að þeir myndu hefja undirbúning fyrir björgunarstörf klukkan rúmlega 10. Þetta segir Dagbjartur Brynjarsson, einn af stjórnendum sveitarinnar, sem staddur er í höfuðstöðvum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hér á landi. Mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel en fimm klukkustunda tímamismunur er á milli Haítí og Íslands. 14. janúar 2010 10:50
Bíður milli vonar og ótta eftir fréttum Elda Þórisson Faurelien talaði í síma við frænda sinn í Port-au-Prince klukkustund áður en jarðskjálftinn reið yfir í fyrrakvöld. Síðan hefur hún ekki heyrt af afdrifum hans, annars skyldfólks – þar á meðal bróður og fjölskyldu hans – né vina í borginni. Sama á við um starfsfólk og nemendur barnaskóla sem Elda stofnaði ásamt fleirum fyrir nokkrum árum. Látlausar tilraunir hennar í gær til að fá fréttir af sínu fólki báru ekki árangur. 14. janúar 2010 03:30
Ólafur Ragnar sendi samúðarkveðjur til forseta Haítí Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag samúðarkveðjur til forseta Haítí René Préval og tjáði honum stuðning íslensku þjóðarinnar á tímum erfiðleika, sorgar og áfalla. 14. janúar 2010 13:25
Íslenska björgunarsveitin hefst handa Íslenska björgunarsveitin, sem send var til Haíti, er nú búin að koma sér upp búðum við alþjóðaflugvöllinn, eftir að hafa kannað ýmsa staði til þess inni í borginni. 14. janúar 2010 08:34
Íslendingarnir á Haítí - myndir Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins slóst með í för þegar Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hélt í gær til Haítí. Sveitin tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í borginni Port au Prince sem varð einna verst úti í skjálftanum sem reið yfir eyjuna í fyrrakvöld. Valgarður er nú á leið aftur til Íslands en hann hefur sent nokkrar myndir af því þegar verið var að afferma þotuna á flugvellinum í Port au Prince. Þær má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi. 14. janúar 2010 16:25
Búið að safna níu milljónum á einum sólarhring Hátt í níu milljónir hafa safnast í átaki Rauða krossins vegna hamfaranna á Haítí en söfnunin hófst fyrir um sólarhring síðan. Þetta kemur fram á heimasíðu Rauða krossins. 14. janúar 2010 16:21
Algert öngþveiti ríkir enn á götum Port au Prince Algert öngþveiti ríkir enn í Port au Prince eftir jarðskjálftann. Lík liggja enn eins og hráviði um götur borgarinnar því enginn er til þess að flytja þau á brott. 14. janúar 2010 08:28
Íslenskur sendifulltrúi til Haítí í dag Hlín Baldvinsdóttir, með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross Íslands, heldur til Haítí í dag. Hún mun gegna stöðu fjármálastjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins sem meta mun þörf á aðstoð næstu vikna og mánaða að því er fram kemur í tilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Hlín hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir Rauða kross Íslands og Alþjóða Rauða krossinn frá árinu 1998, jafnt í þróunarstarfi sem neyðaraðgerðum í kjölfar hamfara. 14. janúar 2010 11:48
Síminn tekur ekki gjald af símasöfnun fyrir Haítí „Málið er að það urðu leiðindamistök,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, en þeir sem hafa hringt í styrktarsíma Rauða Krossins í þeim tilgangi að styrkja björgunarstarf í Haítí, hafa orðið varir við að Síminn tilkynnir viðkomandi að 79 krónu gjald renni til símans. 14. janúar 2010 11:44