Fótbolti

Marcello Lippi ætlar að hætta að þjálfa Ítala eftir HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcello Lippi, þjálfari heimsmeistara Ítala.
Marcello Lippi, þjálfari heimsmeistara Ítala. Mynd/AFP
Marcello Lippi, þjálfari heimsmeistara Ítala, hefur gefið það til kynna að hann ætli að hætta að þjálfa ítalska landsliðið eftir HM í Suður-Afríku í sumar.

Lippi sagði að Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, vissi hvað hann ætlaði að gera eftir HM. Lippi hætti með ítalska landsliðið eftir að hann gerði liðið að heimsmeisturum 2006 en tók síðan aftur við liðinu tveimur árum síðar.

Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport er þegar farið að velt fyrir sér hver verður eftirmaður Lippi og eru menn eins og Carlo Ancelotti (stjóri Chelsea) og Massimiliano Allegri (þjálfari Cagliari) efstir á lista blaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×