Innlent

Erill í Vestmannaeyjum

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um helgina. Þó nokkuð þurfti að aðstoða fólk sökum ölvunarástands þess. Þá þurfti að flytja fólk á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja vegna áverka eftir byltur. Eitthvað var um kvartanir vegna ónæðis, bæði vegna hávaða frá heimahúsum og hávaða utan dyra.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Annar ökumaður var stöðvaður vegna hraðaksturs og svo fékk ökumaður sekt fyrir að leggja ólöglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×