Enski boltinn

Carroll kjálkabraut Taylor á æfingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Taylor er ekki svona kátur í dag.
Taylor er ekki svona kátur í dag.

Mórallinn er greinilega ekki alveg nógu góður hjá Newcastle því liðsfélagarnir Andy Carroll og Steven Taylor lentu í heiftarlegum slagsmálum á æfingu.

Þau slagsmál enduðu ekki vel því Carroll tókst að kjálkabrjóta Taylor sem spilar þar með ekki meira á þessari leiktíð.

Carroll þurfti sjálfur að fara á spítala meiddur á hendi eftir höggið þunga sem líklega braut kjálkann á Taylor.

Atvikið átti sér stað á æfingu á sunnudag. Newcastle hefur gert sitt besta til þess að halda atvikinu leyndu en það gekk augljóslega ekki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×