Fótbolti

Suarez: Ef stórliðin hringja skal ég hlusta

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Suarez ver hér boltann á línu.
Suarez ver hér boltann á línu.
Luiz Suarez, leikmaður Ajax og Úrúgvæ, er eftirsóttur meðal stóru liðanna en hann hefur staðið sig vel með landsliði sínu á Heimsmeistaramótinu í sumar.

Suarez verður eflaust lengi í minnum hafður eftir keppnina en hann varði sögulega með hendi á línu í leik liðsins gegn Gana sem tryggði liðinu vítaspyrnukeppni.

Fraherjinn skoraði 49 mörk í 48 leikjum fyrir Ajax á síðustu leiktíð en hann hefur sagt að aðeins lið eins og Barcelona og Manchester United gætu fengið hann til að yfirgefa Ajax.

„Manchester United og Barcelona eru risar í evrópu. Ef þau hringja í mig, þá skal ég hlusta. Ég myndi aðeins yfirgefa Ajax fyrir slík lið," sagði Suarez við Daily Star.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×