Enski boltinn

Michael Owen tryggði United stig gegn Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Owen átti flotta innkomu hjá Manchester United.
Michael Owen átti flotta innkomu hjá Manchester United.

Þriðja jafntefli Manchester United á útivelli á þessari leiktíð varð staðreynd í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Bolton. Sanngjörn niðurstaða.

Zat Knight kom Bolton yfir eftir aðeins sex mínútna leik en Nani jafnaði 1-1 eftir einleik. Staðan var þannig í hálfleik.

Bolton endurheimti forystuna þegar Martin Petrov skoraði laglegt mark en Michael Owen jafnaði 2-2 eftir að hafa komið inn sem varamaður og urðu það úrslit leiksins.

Wayne Rooney hélt áfram að vera lélegur og var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik. Dimitar Berbatov náði sér heldur ekki á strik í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×