Enski boltinn

Umboðsmaður Kewell gagnrýnir lækna Liverpool

Ómar Þorgeirsson skrifar
Harry Kewell.
Harry Kewell. Nordic photos/AFP

Hinn ástralski Harry Kewell virðist óðum vera að finna sitt gamla form en hann hefur fengið mikið lof fyrir spilamennsku sína með Galatasaray í Tyrklandi undanfarið.

Hinn 31 árs gamli Kewell hefur skorað 27 mörk í 42 leikjum með Galatasaray síðan hann kom til félagsins frá Liverpool árið 2008 en tími hans á Anfield-leikvanginum olli miklum vonbrigðum og kennir umboðsmaður leikmannsins læknum Liverpool um hvernig fór.

„Það var algjör skandall hvernig komið var fram við Harry á þessum tíma. Læknarnir gerðu alls ekki nægilega mikið til þess að vernda leikmanninn og fyrir vikið missti hann einhver þrjú ár af ferli sínum í meiðsli.

Honum var svo bara ýtt til hliðar eins og biluðu leikfangi en nú hefur hann sýnt og sannað hvers hann er megnugur. Eftirsjáin er ef til vill sú að hann hafi ekki reynt að fara frá Liverpool fyrr," segir umboðsmaðurinn Bernie Mandic í viðtali við Sydney Morning Herald.

Kewell sló eftirminnilega í gegn með Leed á árunum 1995-2003 áður en hann fór til Liverpool en þá neitaði hann einmitt boðum frá félögum á borð við AC Milan, Barcelona, Chelsea, Manchester United og Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×