Enski boltinn

Ray Wilkins: Obi Mikel meðal þeirra bestu

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Obi Mikel.
John Obi Mikel.

Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea, er mikill aðdáandi miðjumannsins John Obi Mikel sem hefur leikið frábærlega það sem af er tímabili.

„John getur náð eins langt og hann vill," sagði Wilkins við heimasíðu Chelsea. „Hann er sterkur sem naut og býr yfir frábærri sendingagetu. Hann hefur frábæran leikskilning og hefur byrjað þetta tímabil rosalega vel. Vonandi heldur hann áfram sama striki."

Obi Mikel hefur meira hlutverk í sóknarleiknum þegar hann leikur með landsliði Nígeríu en Wilkins telur að það henti honum betur að vera dýpri á miðjunni.

„Hann er mjög ánægður með hlutverk sitt hjá okkur. Hann þarf ekki annað en að horfa í kringum sig til að sjá hversu langt hann hefur náð. Hann er með Essien, Lampard eða Ramires með sér á miðjunni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×