Fótbolti

Hólmar og Skúli Jón missa af Skotlandsferðinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska liðið sem mætti Skotlandi í gær.
Íslenska liðið sem mætti Skotlandi í gær. Mynd/Valli

Þeir Hólmar Örn Eyjólfsson og Skúli Jón Friðgeirsson verða báðir í leikbanni þegar að Ísland mætir Skotlandi á mánudagskvöldið.

Báðir fengu að líta gula spjaldið í gærkvöld í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í úrslitakeppni EM U-21 landsliða í Danmörku á næsta ári.

Ísland vann leikinn, 2-1, en báðir léku í íslensku vörninni í gær.

Rúrik Gíslason missti af leiknum í gær vegna meiðsla en vonast er til að hann verði orðinn klár fyrir leikinn í Skotlandi.

Þá er óvíst hvort að Haraldur Björnsson markvörður fari með til Skotlands en hann meiddist í upphitun fyrir leikinn í gær.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×