Lífið

Nýtt fríblað um heilsu

Heilsan
Heilsan

Nýtt fríblað, Heilsan, er komið á markað. Tímaritið tekur fyrir alls kyns hreyfingu sem í boði er á líkamsræktarstöðvum og hvernig við getum rifið okkur upp úr sófanum og byrjað að hlaupa og hvaða líkamsræktaræfingar er gott að gera heima við.

„Við hjá Heilsunni ákváðum að gera létt og fjölbreytt tímarit um heilsu og ýmis málefni tengd henni. Við eigum það nefnilega held ég flest til að gleyma okkur í amstri dagsins og fela okkur á bakvið þá afsökun að við höfum ekki tíma fyrir okkur sjálf" segir Halldóra Anna Hagalín, ritstjóri.

Tímaritið Heilsan mun koma út annan hvern mánuð og vera frítt blað sem dreift verður í allar helstu verslanir á landinu og líkamsræktarstöðvar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.