Enski boltinn

Man Utd hefur áhuga á tveimur leikmönnum Udinese

Elvar Geir Magnússon skrifar
Isla (fremstur) og Sanchez beint fyrir aftan hann. Maðurinn þar fyrir aftan er ekki á óskalista United.
Isla (fremstur) og Sanchez beint fyrir aftan hann. Maðurinn þar fyrir aftan er ekki á óskalista United.

Félagarnir Mauricio Isla og Alexis Sanchez eru undir sjónauka ensku deildabikarmeistarana í Manchester United. Þeir Isla og Sanchez eru báðir leikmenn Udinese á Ítalíu.

Isla er fæddur 1988 og er landsliðsmaður Chile. Hann er verulega fjölhæfur leikmaður sem getur spilað nánast allar stöður utan markvarðar. Hann er þó talinn bestur sem hægri bakvörður eða kantmaður.

Hann framlengdi nýlega samningi sínum við Udinese til ársins 2015 en talið er að hægt sé að fá hann lausan fyrir um 8 milljónir punda.

Sanchez er jafngamall Isla og er einnig frá Chile. Hann hefur lengi verið talinn mikið efni en frægðarsól hans ekki risið eins mikið og reiknað var með. Hann getur leikið á kanti og í fremstu víglínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×