Enski boltinn

Mögnuð endurkoma hjá Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zola trúði vart sínum eigin augum í dag.
Zola trúði vart sínum eigin augum í dag.

Arsenal er komið áfram í enska bikarnum eftir magnaðan 1-2 sigur á West Ham en leikurinn fór fram á Upton Park.

Alessandro Diamanti kom West Ham yfir rétt fyrir hlé. Allt stefndi í sigur West Ham er Arsenal átti magnaðan endasprett.

Aaron Ramsey jafnaði leikinn á 78. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar skoraði Eduardo sigurmarkið með smekklegum skalla.

Fyrr í dag gerðu síðan Sheff. Utd og QPR jafntefli, 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×