Fótbolti

Snjóboltum grýtt í leikmenn í Belgíu - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar

Snjórinn hefur heldur betur haft áhrif á þessa fótboltahelgi en í leik Club Brugge og Anderlecht í Belgíu þurfti að gera hlé á leiknum vegna snjóboltakasts frá áhorfendum.

Stuðningsmenn Club Brugge grýttu snjóboltum að þeim Jonathan Legear og Mbark Boussoufa, leikmönnum Anderlecht, svo þeir gátu ekki tekið föst leikatriði við endalínurnar.

Þegar sjö mínútur voru liðnar af leiknum var gert hlé og leikmenn leituðu skjóls í búningsklefum meðan reynt var að hemja áhorfendur. Anderlecht vann leikinn á endanum 2-0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×