Enski boltinn

Rooney í ljótustu fötunum hjá United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það gengur ekkert upp hjá aumingja Wayne Rooney þessa dagana. Hann varð uppvís að því að sofa hjá vændiskonum, hann er meiddur og nú hefur hann verið valinn verst klæddi maðurinn hjá Man. Utd.

"Það er skelfilegt að sjá hann stundum. Hann borgar augljóslega mikið fyrir fötin sín en þetta er ekki að virka hjá honum," sagði varnarmaðurinn John O´Shea en leikmenn kusu sjálfir.

"Hann var kominn í sérstakan stíl í fyrra. Vildi vera kúreki og mætti í ófáaum veiðijökkum. Hann var einn um að halda að það væri flott," sagði O´Shea og hló dátt.

O´Shea upplýsti einnig að Patrice Evra mætti alltaf í ljótustu nærbuxunum á æfingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×