Innlent

Síbrotamaður tekinn úr umferð

Lögregla stöðvaði mann í Kópavogi í nótt sem var staðinn að því að aka tvívegis yfir á rauðu ljósi í bænum. Í ljós kom að um nokkurskonar síbrotamann var að ræða því hann hefur verið sviptur ökuréttindum tvisvar sinnum áður.

Maðurinn reyndist vera ölvaður og undir áhrifum fíkniefna og ennfremur á stolnum bíl og var hann því tekinn úr umferð. Þá voru tveir ungir menn um tvítugt stöðvaðir í bænum í nótt þar sem þeir voru á ferð í bifreið. Við leit kom í ljós að piltarnir voru með lítilræði af fíkniefnum á sér og auk þess fundust fíkniefni í bíl þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×