Enski boltinn

Hodgson: Óásættanleg byrjun á tímabilinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Svekktir leikmenn Liverpool.
Svekktir leikmenn Liverpool.

„Þetta er mjög slæm byrjun á tímabilinu, eitthvað sem við bjuggumst aldrei við," sagði Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 1-2 tapið gegn nýliðum Blackpool.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1964 sem Liverpool situr í fallsæti eftir leik í efstu deild enska boltans.

„Við erum mjög óánægðir með þessa byrjun en verðum að lifa með henni. Þetta tímabil hefur verið mjög furðulegt hingað til."

„Það er ekki ásættanlegt af okkar hálfu að vera með sex stig eftir fjóra heimaleiki og þrjá útileiki. Það er mikið verk framundan til að snúa þessu gengi við. Við vorum langt frá því að geta talist góðir í dag."

Eftir þessi úrslit eykst enn pressan á Hodgson og framtíð hans talin óljós.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×