Enski boltinn

Ancelotti: Hef ekki áhuga á einkalífi leikmanna minna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti og John Terry.
Carlo Ancelotti og John Terry. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea segir að fyrirliðinn John Terry njóti fulls trausts til þess að leiða Lundúnafélagið áfram þrátt fyrir að hann hafi verið sviptur fyrirliðabandi enska landsliðsins.

Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello ákvað að svipta Terry fyrirliðabandinu eftir fjaðrafok í kringum einkalíf leikmannsins í enskum fjölmiðlum eftir að upp komst um framhjáhald hans með barnsmóður fyrrum liðsfélaga síns hjá Chelsea og enska landsliðinu, Wayne Bridge.

„Terry er mjög einbeittur að starfi sínu og sýnir á hverjum degi af hverju hann er fyrirliði Chelsea. Ég hef ekki áhuga á einkalífi leikmanna minna heldur einungis hvernig þeir standa sig á æfingarvellinum og í leikjum," segir Ancelotti á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Arsenal sem fram fer á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×