Tíu leikmenn Liverpool skelltu erkifjendunum í Everton Ómar Þorgeirsson skrifar 6. febrúar 2010 14:36 Dirk Kuyt skorar hér mark Liverpool á Anfield-leikvanginum í dag. Nordic photos/Getty Liverpool skaust upp í fjórða sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið, þegar liðið lagði granna sína í Everton að velli 1-0 á Anfield-leikvanginum en Hollendingurinn Dirk kuyt skoraði eina mark leiksins. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og dómarinn Martin Atkinson hafði í mörg horn að líta. Hasarinn náði hámarki eftir um hálftíma leik þegar Everton-maðurinn Steven Pienaar fékk gula spjaldið fyrir ljótt brot á Javier Mascherano. Jamie Carragher hefndi fyrir liðsfélaga sinn andartaki síðar þegar hann straujaði Pienaar niður og hlaut gult spjald fyrir vikið. Á 34. mínútu átti sér hins vegar stað mikið vafaatriði þar sem varnarmaðurinn Sotirios Kyrgiakos hjá Liverpool hlaut beint rautt spjald fyrir sólatæklingu á miðjumanninum Marouane Fellaini hjá Everton sem slapp sjálfur með skrekkinn þrátt fyrir að stíga gróflega á Grikkjann. Steven Gerrard komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot hans beint úr aukaspyrnu fór í slána á marki Everton en staðan í hálfleik var markalaus. Liverpool lét liðsmuninn þó ekki á sig fá og þegar tíu mínutur voru liðnar af síðari hálfleik kom Dirk Kuyt heimamönnum yfir með skallamarki af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra á Anfield-leikvanginum. Everton náði einhvern veginn aldrei takti í seinni hálfleik og sigur Liverpool var því verðskuldaður. Varamaðurinn Yakubu Alyegbeni komst næst því að jafna leikinn fyrir Everton í blálok leiksins en Pepe Reina var vel á verði í markinu og sló boltann í burtu. Pienaar fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma þegar gremja gestanna var orðin algjör. Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Liverpool skaust upp í fjórða sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið, þegar liðið lagði granna sína í Everton að velli 1-0 á Anfield-leikvanginum en Hollendingurinn Dirk kuyt skoraði eina mark leiksins. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og dómarinn Martin Atkinson hafði í mörg horn að líta. Hasarinn náði hámarki eftir um hálftíma leik þegar Everton-maðurinn Steven Pienaar fékk gula spjaldið fyrir ljótt brot á Javier Mascherano. Jamie Carragher hefndi fyrir liðsfélaga sinn andartaki síðar þegar hann straujaði Pienaar niður og hlaut gult spjald fyrir vikið. Á 34. mínútu átti sér hins vegar stað mikið vafaatriði þar sem varnarmaðurinn Sotirios Kyrgiakos hjá Liverpool hlaut beint rautt spjald fyrir sólatæklingu á miðjumanninum Marouane Fellaini hjá Everton sem slapp sjálfur með skrekkinn þrátt fyrir að stíga gróflega á Grikkjann. Steven Gerrard komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar skot hans beint úr aukaspyrnu fór í slána á marki Everton en staðan í hálfleik var markalaus. Liverpool lét liðsmuninn þó ekki á sig fá og þegar tíu mínutur voru liðnar af síðari hálfleik kom Dirk Kuyt heimamönnum yfir með skallamarki af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra á Anfield-leikvanginum. Everton náði einhvern veginn aldrei takti í seinni hálfleik og sigur Liverpool var því verðskuldaður. Varamaðurinn Yakubu Alyegbeni komst næst því að jafna leikinn fyrir Everton í blálok leiksins en Pepe Reina var vel á verði í markinu og sló boltann í burtu. Pienaar fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma þegar gremja gestanna var orðin algjör.
Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira