Enski boltinn

Ferguson: Mikilvægt fyrir okkur að sýna þolinmæði

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hafði ekki yfir mörgu að kvarta eftir sannfærandi 5-0 sigur liðs síns gegn lánlausu liði Portsmouth á Old Trafford-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ferguson hrósaði framherjanum Wayne Rooney sérstaklega í leikslok.

„Wayne hefur verið frábær upp á síðkastið en ég var líka ánægður með að fá tækifæri til þess að skipta honum snemma af velli til þess að hvíla hann. Það var mikilvægt fyrir okkur að sýna þolinmæði þegar lið verjast svona aftarlega gegn okkur og mér fannst leikmenn mínir vera mjög einbeittir í þessum leik.

Það skiptir miklu máli því Portsmouth mætti hingað og ætlaði að láta okkur hafa fyrir hlutunum en leikurinn breyttist þegar við náðum að skora fyrsta markið í lok fyrri hálfleiks og það var gríðarlega mikilvægt," sagði Ferguson í leikslok í dag en United skaust á topp deildarinnar með sigrinum, einu stigi fyrir ofan Chelsea sem á leik til góða gegn Arsenal á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×