Enska úrvalsdeildin: Man. United komið á toppinn Ómar Þorgeirsson skrifar 6. febrúar 2010 17:00 Wayne Rooney fagnar marki sínu gegn Portsmouth í dag. Nordic photos/AFP Englandsmeistarar Manchester United hirtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með stæl eftir 5-0 sigur gegn lánlausu liði Portsmouth sem skoraði hvorki fleiri né færri en þrjú sjálfsmörk í leiknum. United var með þvílíka yfirburði á Old Trafford-leikvanginum að það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna heldur hversu stór sigur United yrði. Hinn frábæri Wayne Rooney opnaði markareikninginn fyrir United með marki á 40. mínútu en þá fylgdu eftir tvö sjálfsmörk hjá gestunum á 45. mínútu og 59. mínútu og vonleysið algjört. Dimitar Berbatov bætti við fjórða markinu áður en enn eitt sjálfsmarkið leit dagsins ljós og staðan orðinn 5-0 á 69. mínútu en það urðu sem segir lokatölur leiksins. Hermann Hreiðarsson var ekki í leikmannahópi Portmouth vegna meiðsla. Hull skaust upp úr fallsæti eftir frækinn 2-1 sigur gegn Manchester City á KC-leikvanginum í dag en heimamenn komust í 2-0 með mörkum Jozy Altidore og George Boateng en Emmanuel Adebayor minnkaði muninn fyrir gestina. Burnley vann góðan 2-1 sigur gegn West Ham á Turf Moor-leikvanginum en Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Burnley í leiknum. Burnley komst í 2-0 með mörkum frá David Nugent og Danny Fox en Ilan minnkaði muninn fyrir West Ham í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Mido var nálægt því að jafna leikinn fyrir Lundúnafélagið en skot hans í blálok leiksins fór í stöng. Þetta var fyrsti sigur Burnley undir stjórn Brian Laws. Stoke fór á kostum gegn Blackburn og vann 3-0 sigur og náði þar með slíta sig vel frá fallsvæðinu. Danny Higginbotham, Mamady Sidibe og Matthew Etherington skoruðu mörk heimamanna í leiknum. Sunderland og Wigan skildu jöfn 1-1 á Leikvangi Ljóssins en Mohamed Diame kom gestunum yfir áður en Kenwyne Jones jafnaði leikinn og tryggði heimamönnum eitt stig. Þá gerðu Bolton og Fulham markalaust jafntefli á Reebok-leikvanginum en Grétar Rafn Steinsson lék ekki með Bolton í dag en hann mun hafa meiðst í upphitun. Leikur Tottenham og Aston Villa hefst kl. 17.30 en þar er Eiður Smári Guðjohnsen á varamannabekk Tottenham. Úrslitin í dag: Liverpool-Everton 1-0 1-0 Dirk Kuyt (55.)Bolton-Fulham 0-0Burnley-West Ham 2-1 1-0 David Nugent (14.), 2-0 Danny Fox (55.), 2-1 Ilan (80.)Hull-Manchester City 2-1 1-0 Jozy Altidore (31.), 2-0 George Boateng (54.), 2-1 Emmanuel Adebayor (59.)Manchester United-Portsmouth 5-0 1-0 Wayne Rooney (40.), 2-0 sjálfsmark (45.), 3-0 sjálfsmark (59.), 4-0 Dimitar Berbatov (62.), 5-0 sjálfsmark (68.)Stoke-Blackburn 3-0 1-0 Danny Higginbotham (8.), 2-0 Mamady Sidibe (45.), Matthew Etherington (67.)Sunderland-Wigan 1-1 0-1 Mohamed Diame (20.), 1-1 Kenwyne Jones (65.) Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester United hirtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með stæl eftir 5-0 sigur gegn lánlausu liði Portsmouth sem skoraði hvorki fleiri né færri en þrjú sjálfsmörk í leiknum. United var með þvílíka yfirburði á Old Trafford-leikvanginum að það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna heldur hversu stór sigur United yrði. Hinn frábæri Wayne Rooney opnaði markareikninginn fyrir United með marki á 40. mínútu en þá fylgdu eftir tvö sjálfsmörk hjá gestunum á 45. mínútu og 59. mínútu og vonleysið algjört. Dimitar Berbatov bætti við fjórða markinu áður en enn eitt sjálfsmarkið leit dagsins ljós og staðan orðinn 5-0 á 69. mínútu en það urðu sem segir lokatölur leiksins. Hermann Hreiðarsson var ekki í leikmannahópi Portmouth vegna meiðsla. Hull skaust upp úr fallsæti eftir frækinn 2-1 sigur gegn Manchester City á KC-leikvanginum í dag en heimamenn komust í 2-0 með mörkum Jozy Altidore og George Boateng en Emmanuel Adebayor minnkaði muninn fyrir gestina. Burnley vann góðan 2-1 sigur gegn West Ham á Turf Moor-leikvanginum en Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Burnley í leiknum. Burnley komst í 2-0 með mörkum frá David Nugent og Danny Fox en Ilan minnkaði muninn fyrir West Ham í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Mido var nálægt því að jafna leikinn fyrir Lundúnafélagið en skot hans í blálok leiksins fór í stöng. Þetta var fyrsti sigur Burnley undir stjórn Brian Laws. Stoke fór á kostum gegn Blackburn og vann 3-0 sigur og náði þar með slíta sig vel frá fallsvæðinu. Danny Higginbotham, Mamady Sidibe og Matthew Etherington skoruðu mörk heimamanna í leiknum. Sunderland og Wigan skildu jöfn 1-1 á Leikvangi Ljóssins en Mohamed Diame kom gestunum yfir áður en Kenwyne Jones jafnaði leikinn og tryggði heimamönnum eitt stig. Þá gerðu Bolton og Fulham markalaust jafntefli á Reebok-leikvanginum en Grétar Rafn Steinsson lék ekki með Bolton í dag en hann mun hafa meiðst í upphitun. Leikur Tottenham og Aston Villa hefst kl. 17.30 en þar er Eiður Smári Guðjohnsen á varamannabekk Tottenham. Úrslitin í dag: Liverpool-Everton 1-0 1-0 Dirk Kuyt (55.)Bolton-Fulham 0-0Burnley-West Ham 2-1 1-0 David Nugent (14.), 2-0 Danny Fox (55.), 2-1 Ilan (80.)Hull-Manchester City 2-1 1-0 Jozy Altidore (31.), 2-0 George Boateng (54.), 2-1 Emmanuel Adebayor (59.)Manchester United-Portsmouth 5-0 1-0 Wayne Rooney (40.), 2-0 sjálfsmark (45.), 3-0 sjálfsmark (59.), 4-0 Dimitar Berbatov (62.), 5-0 sjálfsmark (68.)Stoke-Blackburn 3-0 1-0 Danny Higginbotham (8.), 2-0 Mamady Sidibe (45.), Matthew Etherington (67.)Sunderland-Wigan 1-1 0-1 Mohamed Diame (20.), 1-1 Kenwyne Jones (65.)
Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira