Enski boltinn

Mikilvægur sigur hjá Íslendingaliði Reading

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ívar Ingimarsson.
Ívar Ingimarsson. Nordic photos/AFP

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru í byrjunarliði Reading í 1-2 sigri liðsins gegn Doncaster í ensku b-deildinni í kvöld en Gunnar Heiðar Þorvaldsson var á varamannabekknum og kom inná á lokakaflanum.

Gylfi Þór Sigurðsson var hins vegar ekki leikmannahópi Reading að þessu sinni. Shane Long og Brian Howard skoruðu mörk Reading í leiknum en Billy Sharp skoraði fyrir Doncaster.

Reading er þó enn í fallsæti eftir sigurinn, nú aðeins einu stigi á eftir Ipswich sem er í 21. sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×