Enski boltinn

Emil skoraði sigurmark Barnsley gegn Watford

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson. Mynd/Anton

Að vanda voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni í ensku b-deildinni í dag.

Emil Hallfreðsson og Heiðar Helguson áttust við í Íslendingaslag þegar Barnsley mætti Watford en Emil hafði betur þar og skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri heimamanna.

Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í liði Coventry og spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Bristol City á útivelli og Kári Árnason spilaði allan leikinn fyrir Plymouth sem tapaði 0-1 fyrir WBA.

Leikur Íslendingaliðs Reading og Doncaster hefst svo nú kl. 17.20.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×