Fótbolti

Eusebio: Allt snýst um peninga í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eusabio.
Eusabio. Nordic Photos / Getty Images
Portúgalska goðsögnin Eusebio segir að knattspyrnan í dag sé drifin áfram af viðskiptalegum hagsmunum, frekar en af hagsmunum íþróttarinnar.

Eusebio er einn besti leikmaður allra tíma en hann skoraði níu mörk fyrir Portúgal í úrslitakeppni HM sem haldin var í Englandi árið 1966.

„Knattspyrnan sem spiluð var þegar mín kynslóð var að spila var í þágu íþróttinnar sjálfrar. Nú á dögum er þetta orðin viðskiptagrein sem er knúin áfram af peningum. Það eru nokkrir góðir leikmenn til en sýningin sjálf snýst um viðskipti."

Portúgal féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og sagði Eusabio að Cristiano Ronaldo, aðalstjarna liðsins og einn besti knattspyrnumaður heims, hafi ekki staðið undir væntingum.

„Það var óheppilegt fyrir Portúgal að honum gekk ekki vel á mótinu en ég mun ekki fordæma hann fyrir það. Ég spilaði sjálfur og veit hvenær leikmenn eru í góðu eða slæmu formi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×