Enski boltinn

Blackburn hefur rætt við Maradona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Nordic Photos / AFP

Eigendur Blackburn hafa staðfest að þeir hafa sett sig í samband við Diego Maradona, fyrrum landsliðsþjálfara Argentínu.

Sam Allardyce var rekinn frá Blackburn nú fyrr í vikunni en eigendur félagsins staðhæfa að Steve Kean muni stýra liðinu til loka tímabilsins í hans fjarveru.

„Við höfum íhugað að ráða Maradona sem þjálfara eftir að við tókum við," sagði Anuradha Desai, stjórnarformaður Blackburn.

„En allar viðræður hafa verið á frumstigi og hefur ekkert nýtt gerst í þeim málum," bætti hún við. „Eins og málin standa nú mun núverandi þjálfari stýra liðinu til loka tímabilsins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×