Elti kærustuna til Íslands 13. október 2010 09:00 Pætur spilar tónlistina en Ósk sér um kynningarmálin. Hann flutti til Íslands eftir að þau byrjuðu saman. fréttablaðið/Anton „Það er æðislegt að búa á Íslandi – aðeins stærra en Færeyjar og aðeins meira að gerast,“ segir Pætur Zachariasson, söngvari hljómsveitarinnar Zach and Foes. Pætur er einnig söngvari færeysku hljómsveitarinnar Boys in a Band, sem er í pásu þessa dagana. Hann kemur í fyrsta skipti fram með nýju hljómsveitinni sinni á Iceland Airwaves, en hann flutti til landsins í fyrra þegar hann byrjaði með hinni íslensku Ósk Gunnarsdóttur. „Ég flutti hingað í september í fyrra þegar allir kláru Íslendingarnir fluttu af landi brott, þá kom heimski Færeyingurinn til Íslands,“ segir Pætur og hlær. Ósk hefur einnig verið viðloðandi tónlistarbransann. Hún vinnur fyrir Iceland Airwaves í ár og starfaði við kynningarmál fyrir ýmsar tónleikahátíðir í Bretlandi í sumar. „Það er gott að vera með svona kærustu þegar maður er í hljómsveit,“ grínast Pætur. „Hún getur séð um vinnuna fyrir mig.“ Pætur starfar á dagvistarheimili, eins og svo margir íslenskir tónlistarmenn. Hann starfaði á leikskóla í Færeyjum áður en Boys in a Band vann alþjóðlegu hljómsveitina Global Battle of the Bands, en í kjölfarið tóku við tímafrek tónleikaferðalög. „Krakkarnir eru svolítið fyndnir,“ segir hann. „Ég byrjaði strax að prófa að tala íslensku og hélt að ég væri mjög góður í því. Svo einn daginn segir eitt barnanna við mig: „Pætur, þú talar svolítið hommalega.“ Ég kom sem sagt til Íslands og tala greinilega hommaíslensku. Ég er búinn að búa í Færeyjum allt mitt líf og búinn að byggja upp macho-orðspor – allir í Færeyjum vita að ég er macho. Svo kem ég til Íslands og er hommi! Þetta var fyndið.“ Pætur og félagar í Zach and Foes koma þrisvar sinnum fram á næstu dögum: í Sjoppunni á morgun, á Amsterdam á föstudagskvöld og loks í Norræna húsinu á laugardag. „Þetta verður fyrsta giggið okkar og það er svolítið langt síðan ég spilaði síðast,“ segir Pætur og viðurkennir að hann sé gríðarlega spenntur fyrir því að stíga á svið. „Hljómsveitin er kannski meira íslensk en færeysk. Þetta eru ég og þrír Íslendingar. Þetta er rokk og ról en aðeins út í þjóðlagatónlist. Ég er búinn að hlusta á Johnny Cash og Elvis allt mitt líf.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Sjá meira
„Það er æðislegt að búa á Íslandi – aðeins stærra en Færeyjar og aðeins meira að gerast,“ segir Pætur Zachariasson, söngvari hljómsveitarinnar Zach and Foes. Pætur er einnig söngvari færeysku hljómsveitarinnar Boys in a Band, sem er í pásu þessa dagana. Hann kemur í fyrsta skipti fram með nýju hljómsveitinni sinni á Iceland Airwaves, en hann flutti til landsins í fyrra þegar hann byrjaði með hinni íslensku Ósk Gunnarsdóttur. „Ég flutti hingað í september í fyrra þegar allir kláru Íslendingarnir fluttu af landi brott, þá kom heimski Færeyingurinn til Íslands,“ segir Pætur og hlær. Ósk hefur einnig verið viðloðandi tónlistarbransann. Hún vinnur fyrir Iceland Airwaves í ár og starfaði við kynningarmál fyrir ýmsar tónleikahátíðir í Bretlandi í sumar. „Það er gott að vera með svona kærustu þegar maður er í hljómsveit,“ grínast Pætur. „Hún getur séð um vinnuna fyrir mig.“ Pætur starfar á dagvistarheimili, eins og svo margir íslenskir tónlistarmenn. Hann starfaði á leikskóla í Færeyjum áður en Boys in a Band vann alþjóðlegu hljómsveitina Global Battle of the Bands, en í kjölfarið tóku við tímafrek tónleikaferðalög. „Krakkarnir eru svolítið fyndnir,“ segir hann. „Ég byrjaði strax að prófa að tala íslensku og hélt að ég væri mjög góður í því. Svo einn daginn segir eitt barnanna við mig: „Pætur, þú talar svolítið hommalega.“ Ég kom sem sagt til Íslands og tala greinilega hommaíslensku. Ég er búinn að búa í Færeyjum allt mitt líf og búinn að byggja upp macho-orðspor – allir í Færeyjum vita að ég er macho. Svo kem ég til Íslands og er hommi! Þetta var fyndið.“ Pætur og félagar í Zach and Foes koma þrisvar sinnum fram á næstu dögum: í Sjoppunni á morgun, á Amsterdam á föstudagskvöld og loks í Norræna húsinu á laugardag. „Þetta verður fyrsta giggið okkar og það er svolítið langt síðan ég spilaði síðast,“ segir Pætur og viðurkennir að hann sé gríðarlega spenntur fyrir því að stíga á svið. „Hljómsveitin er kannski meira íslensk en færeysk. Þetta eru ég og þrír Íslendingar. Þetta er rokk og ról en aðeins út í þjóðlagatónlist. Ég er búinn að hlusta á Johnny Cash og Elvis allt mitt líf.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Sjá meira