Nick Cannon, 30 ára eiginmaður söngdívunnar Mariuh Carey, vill eignast börn með henni sem verða annaðhvort geimfarar eða skurðlæknar.
Nick og Mariah hafa verið gift síðan 2008 en sagan segir að hún gangi með fyrsta barnið þeirra þrátt fyrir að ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum í slúðurheiminum vestan hafs.
„Ég vill að börnin okkar verði heilaskurðlæknar eða geimvísindamenn," sagði Nick í viðtali við tímaritið In Touch.
„Mariah verður dásamleg móðir því hún er gefandi manneskja með nærandi nærveru og hún hugsar vel um alla sem verða á vegi hennar," svaraði Nick spurður hvernig móðir Mariah yrði.
Stjörnumerki, spjall og spár á Lífinu á Facebook.