Fótbolti

Tveir í viðbót sagðir hafa látist vegna skotárásarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ónefndur leikmaður Tógó eftir árásina í gær.
Ónefndur leikmaður Tógó eftir árásina í gær. Nordic Photos / AFP

Samkvæmt fréttum frá Afríku munu tveir til viðbótar hafa látist af sárum sínum eftir að ráðist var á liðsrútu landsliðs Tógó í Angóla í gær.

Markvörðurinn Kossi Agassa, leikmaður franska liðsins Istres, sagði í útvarpsviðtali í Frakklandi að tveir hafi látist til viðbótar við bílsstjórann sem var skotinn til bana í gær.

Agassa sagði að aðstoðarþjálfari liðsins hafi látist sem og fjölmiðlafulltrúi þess.

Þá sagði hann enn fremur að annar markvörður hefði særst mjög illa og hafi verið fluttur til Suður-Afríku til aðhlynningar.

Eins og áður hefur verið greint frá munu knattspyrnuyfirvöld í Tógó hafa ákveðið að draga lið sitt úr Afríkukeppninni sem hefst á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×