Fótbolti

Mikilvægasta og flottasta hælspyrna sögunnar - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matty Burrows.
Matty Burrows.

Matty Burrows skoraði ótrúlegt sigurmark fyrir Glentoran á móti Portadown í norður-írsku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn. Markið hefur vakið mikla athygli á netinu enda ekki vanalegt að leikmenn skori viðstöðulaust með hælnum frá vítateigslínu.

Zlatan Ibrahimovic hefur hingað til talist eiga flottasta hælspyrnumark sögunnar þegar hann skoraði fyrir Svía á móti Ítölum í úrslitakeppni EM 2004 en nú er Zlatan kominn með alvöru samkeppni um fallegasta markið skorað með hælnum. Það er hægt að skoða markið hans Zlatans með því að smella hér.

Myndband af markinu hans Burrows má hinsvegar sjá hér en Matty Burrows fékk þá fyrirgjöf frá vinstri sem kom fyrir aftan hann, hann þurfti því að hlaupa frá markinu til að ná í boltann en ákvað síðan að nota hælinn til að koma boltanum á markið. Burrows hitti boltann svona ótrúlega vel þannig að hann sveif yfir markvörðinn og í fjærhornið.

Markið kom þegar tvær mínútur voru komnar fram í uppbótartíma og með því tryggði Burrows Glentoran-liðinu 1-0 sigur í leiknum og þar með áframhaldandi veru í toppsætinu.

Liðið hafði aðeins náði í 1 stig af 9 mögulegum í leikjunum á undan og því gæti þetta ótrúlega mark spilað stóra rullu í að tryggja Glentoran meistaratitilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×