Enski boltinn

Ferguson aðalmaðurinn í súpueldhúsi Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson eyðir flestum sínum dögum í að segja leikmönnum Man. Utd til og öskrar á þá þegar þurfa þykir.

Kallinn á þó sínar mjúku hliðar líka og hann þótti sýna einstaka auðmýkt þegar United var með jólamáltið á æfingasvæði sínu.

Þá stóð Skotinn í mötuneytinu og þjónustaði alla leikmenn og starfsmenn United. Boðið var upp á úrvalssúpu og skenkti kallinn í súpudiskana eins og enginn væri morgundagurinn.

Strákarnir kunnu að sögn vel við að sjá stjórann í þjónustustörfunum og fóru margar umferðir í súpuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×