Innlent

Mikil harka í innheimtu bílalána

Full harka er ennþá í innheimtu bílalána - nú nokkrum dögum áður en búist er við að Hæstiréttur skeri úr um óvissu þeirra. Starfsmaður Vörslusviptingar sagði við fjölskylduföður í Reykjavík - sem er hættur að greiða af bílaláni sínu - að hann hygðist ætla að leggja mikið á sig til að finna bílinn og hirða hann. Lóa Pind Aldísardóttir.

Skuldsetning íslenskra heimila vegna bílakaupa er stór hluti af þeim skuldavanda sem eru að sliga fjölda heimila í dag. Lögmæti bílalána eru enn í algerri óvissu - en búist er við að hæstiréttur kveði upp dóma sína um gengistryggingu bílalána hjá SP fjármögnun og Lýsingu núna síðar í þessum mánuði.

En þótt að sá möguleiki sé fyrir hendi að gengistrygging verði dæmd ólögleg eftir nokkra daga - er full harka í innheimtu slíkra lána. Arnar Geir Kárason er fjölskyldufaðir í Reykjavík.

Hann kveðst hafa keypt þessa Toyotu Corollu fyrir rúmum tveimur árum, tekið gengislán fyrir hluta af bílnum og greitt af því þangað til núna í febrúar - en þá hætti hann:

Hann kvaðst vilja bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar í málinu. Arnar Geir tók upp samtalið við starfsmann Vörslusviptingar á fimmtudagskvöld - sem þar segir orðrétt:

"næsta skref hjá okkur, við förum í innsetninguna, jafnframt ætla ég að hirða bílinn hvar sem ég finn hann og ætla að leggja mikið á mig til að finna hann og ef hann er heima hjá þér þá kem ég þangað á trukk og næ í hann."

„Mér finnst þetta dapurt. Þetta er bara dónaskapur," sagði Arnar Geir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×