Fótbolti

Juninho: Dunga er eins og Domenech

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Kaká og Juninho.
Kaká og Juninho. AFP
Brasilíski miðjumaðurinn Juninho Pernambucano, leikmaður Lyon og fyrrum landsliðsinsmaður, gagnrýnir Dunga harðlega eftir HM. Hann ber hann saman við Raymond Domenech, hinn óvinsæla þjálfara Frakka.

Dunga var rekinn á sunnudaginn og Juninho er á því að þjálfarinn hafi ítrekað gert mistök á mótinu.

"Ég er leiður yfir því að Brasilía hafi dottið út en það kemur mér ekki á óvart. þetta er lið sem var gallað og sá sem ber ábyrgð á því er Dunga," sagði Juninho.

"Hvernig gat hann ekki tekið Ronaldinho með? Þó hann sé ekki nema 70% heill er hann betri en flestir. Hann hefði líka tekið byrgðina af Kaká, sem var ekki upp á sitt besta. Marcelo hefði líka átt að vera í liðinu en Dunga vildi endilega halda í liðið sem vann Álfukeppnina 2009."

"Það er synd að liðið gat ekki spilað sinn leik. Nokkrir spiluðu út úr stöðu og það er ófyrirgefanlegt á HM," sagði miðjumaðurinn sem spilaði 40 landsleiki fyrir Brasilíu en hefur spilað lengi í Frakklandi.

Hann var líka leiður yfir lélegum árangri Frakka og segir að Domenech sé vel hægt að vera saman við Dunga.

"Því miður eru þeir eins. Dunga elskar deilur, og þrífst á þeim. Samskipti hans eru ömurleg. Hann þarf að læra að hlusta en ekki vera eins og Domenech og reyna að vinna einn gegn öllum," sagði Juninho harðorður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×