Spánverjar enn á beinu brautinni - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2010 22:16 Fernando Llorente fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM 2012 í kvöld en í þeim síðasta unnu heimsmeistarar Spánverja öruggan 3-1 sigur á Litháen á heimavelli. Spánn komst yfir með marki Fernando Llorente í upphafi síðari hálfleiks en Darvydas Sernas jafnaði óvænt metin fyrir gestina aðeins sjö mínútum síðar. Heims- og Evrópumeistararnir voru þó ekki lengi að ná forystunni á ný er Llorento skoraði öðru sinni tveimur mínútum síðar. David Silva innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Spánverja á 79. mínútu. Meðal annarra úrslita má nefna að Þýskaland vann góðan sigur á Tyrklandi í A-riðli, 3-0, á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Það var þó ekki að sjá að leikurinn hafi farið fram í Þýskalandi þar sem fjölmargir stuðningsmenn Tyrkja á vellinum létu vel í sér heyra allan leikinn. Miroslav Klose heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir þýska landsliðið en hann gerði tvö í kvöld. Mesut Özil, sem er af tyrkneskum ættum en er fæddur í Þýskalandi, skoraði einnig en fagnaði ekki marki sínu. Í B-riðli komust Rússar í 3-0 forystu gegn Írum á Írlandi. Heimamenn náðu að skora tvívegis undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Gengi Ítala var afleitt á HM í Suður-Afríku í sumar og ekki skánaði það í Norður-Írlandi í kvöld. Þar mættu Ítalar heimamönnum í C-riðli og máttu sætta sig við markalaust jafntefli. Hollendingar voru óheppnir að ná aðeins 1-0 útisigri gegn Moldóvu í kvöld. Klaas-Jan Huntelaar skoraði eina mark leiksins en Hollendingar sóttu linnulaust. Markvörður Moldóva, Stanislav Namasco, átti stórleik og kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri í leiknum. Lothar Matthäus fór vel af stað sem landsliðsþjálfari Búlgaríu. Hann stýrði sínum mönnum til 1-0 útisigurs gegn Wales í kvöld en liðin leika í G-riðli. Í I-riðli fóru fram tveir leikir í kvöld. Tékkar unnu öflugan 1-0 sigur á Skotum og Spánverjar unnu Litháa, sem fyrr segir. Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kasakstan-Belgía 0-2 Austurríki-Aserbaídsjan 3-0 Þýskaland-Tyrkland 3-0 1-0 Miroslav Klose (42.) 2-0 Mesut Özil (79.) 3-0 Miroslav Klose (87.) B-riðill: Armenía-Slóvakía 3-1 Andorra-Makedónía 0-2 Írland-Rússland 2-3 0-1 Alexander Kerzhakov (11.) 0-2 alan Dzagoev (29.) 0-3 Roman Shikorov (50.) 1-3 Robbie Keane, víti (72.) 2-3 Shane Long (78.)C-riðill: Serbía-Eistland 1-3 Norður-Írland-Ítalía 0-0 Slóvenía-Færeyjar 5-1D-riðill: Lúxemborg-Hvíta-Rússland 0-0 Albanía-Bosnía 1-1E-riðill: Ungverjaland-San Marínó 8-0 Moldóva-Holland 0-1 0-1 Klaas-Jan Huntelaar (37.)F-riðill: Georgía-Malta 1-0 Grikkland-Lettland 1-0G-riðill: Svartfjallaland-Sviss 1-0 Wales-Búlgaría 0-1H-riðill: Kýpur-Noregur 1-2 0-1 John Arne Riise (2.) 0-2 John Carew (42.) 1-2 Ionnis Okkas (58.) Portúgal-Danmörk 3-1 1-0 Nani (29.) 2-0 Nani (31.) 2-1 Ricardo Carvalho, sjálfsmark (79.) 3-1 Cristiano Ronaldo (85.).I-riðill: Tékkland-Skotland 1-0 1-0 Roman Hubnik (70.) Spánn-Litháen 3-1 1-0 Fernando Llorente (47.) 1-1 Darvydas Sernas (54.) 2-1 Fernando Llorente (56.) 3-1 David Silva (79.) Mest lesið Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM 2012 í kvöld en í þeim síðasta unnu heimsmeistarar Spánverja öruggan 3-1 sigur á Litháen á heimavelli. Spánn komst yfir með marki Fernando Llorente í upphafi síðari hálfleiks en Darvydas Sernas jafnaði óvænt metin fyrir gestina aðeins sjö mínútum síðar. Heims- og Evrópumeistararnir voru þó ekki lengi að ná forystunni á ný er Llorento skoraði öðru sinni tveimur mínútum síðar. David Silva innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Spánverja á 79. mínútu. Meðal annarra úrslita má nefna að Þýskaland vann góðan sigur á Tyrklandi í A-riðli, 3-0, á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Það var þó ekki að sjá að leikurinn hafi farið fram í Þýskalandi þar sem fjölmargir stuðningsmenn Tyrkja á vellinum létu vel í sér heyra allan leikinn. Miroslav Klose heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir þýska landsliðið en hann gerði tvö í kvöld. Mesut Özil, sem er af tyrkneskum ættum en er fæddur í Þýskalandi, skoraði einnig en fagnaði ekki marki sínu. Í B-riðli komust Rússar í 3-0 forystu gegn Írum á Írlandi. Heimamenn náðu að skora tvívegis undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Gengi Ítala var afleitt á HM í Suður-Afríku í sumar og ekki skánaði það í Norður-Írlandi í kvöld. Þar mættu Ítalar heimamönnum í C-riðli og máttu sætta sig við markalaust jafntefli. Hollendingar voru óheppnir að ná aðeins 1-0 útisigri gegn Moldóvu í kvöld. Klaas-Jan Huntelaar skoraði eina mark leiksins en Hollendingar sóttu linnulaust. Markvörður Moldóva, Stanislav Namasco, átti stórleik og kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri í leiknum. Lothar Matthäus fór vel af stað sem landsliðsþjálfari Búlgaríu. Hann stýrði sínum mönnum til 1-0 útisigurs gegn Wales í kvöld en liðin leika í G-riðli. Í I-riðli fóru fram tveir leikir í kvöld. Tékkar unnu öflugan 1-0 sigur á Skotum og Spánverjar unnu Litháa, sem fyrr segir. Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kasakstan-Belgía 0-2 Austurríki-Aserbaídsjan 3-0 Þýskaland-Tyrkland 3-0 1-0 Miroslav Klose (42.) 2-0 Mesut Özil (79.) 3-0 Miroslav Klose (87.) B-riðill: Armenía-Slóvakía 3-1 Andorra-Makedónía 0-2 Írland-Rússland 2-3 0-1 Alexander Kerzhakov (11.) 0-2 alan Dzagoev (29.) 0-3 Roman Shikorov (50.) 1-3 Robbie Keane, víti (72.) 2-3 Shane Long (78.)C-riðill: Serbía-Eistland 1-3 Norður-Írland-Ítalía 0-0 Slóvenía-Færeyjar 5-1D-riðill: Lúxemborg-Hvíta-Rússland 0-0 Albanía-Bosnía 1-1E-riðill: Ungverjaland-San Marínó 8-0 Moldóva-Holland 0-1 0-1 Klaas-Jan Huntelaar (37.)F-riðill: Georgía-Malta 1-0 Grikkland-Lettland 1-0G-riðill: Svartfjallaland-Sviss 1-0 Wales-Búlgaría 0-1H-riðill: Kýpur-Noregur 1-2 0-1 John Arne Riise (2.) 0-2 John Carew (42.) 1-2 Ionnis Okkas (58.) Portúgal-Danmörk 3-1 1-0 Nani (29.) 2-0 Nani (31.) 2-1 Ricardo Carvalho, sjálfsmark (79.) 3-1 Cristiano Ronaldo (85.).I-riðill: Tékkland-Skotland 1-0 1-0 Roman Hubnik (70.) Spánn-Litháen 3-1 1-0 Fernando Llorente (47.) 1-1 Darvydas Sernas (54.) 2-1 Fernando Llorente (56.) 3-1 David Silva (79.)
Mest lesið Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira