Enski boltinn

Yfirmaður knattspyrnumála hjá West Ham hættur hjá félaginu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gianluca Nani.
Gianluca Nani. Nordic photos/AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur staðfest að Gianluca Nani sé hættur störfum hjá félaginu en hann fór með starf yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu.

Fastlega var búist við því að Nani myndi víkja líkt og fyrrum stjórnarformaðurinn Scott Duxbury eftir að nýir eigendur Lundúnafélagins tækju við félaginu.

David Sullivan, annar af tveimur aðaleigendum West Ham, þakkaði Nani fyrir vel unnin störf fyrir félagið undanfarin tvö ár og sagði í viðtali við opinbera heimasíðu West Ham að núna væri rétti tíminn til þess að gera breytinguna.

Nýju eigendurnir hafa verið að taka til á Upton Park-leikvanginum til þess að lækka launakostnað félagsins en eins og kom fram þegar Sullivan og David Gold keyptu félagið þá skuldar það um 105 milljónir punda og því líklegt að framundan sé enn meiri niðurskurður hjá West Ham ætli félagið að rétta úr kútnum fjárhagslega séð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×