Drogba hefði gefið kost á sér í franska landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2010 14:15 Didier Drogba í landsleik með Fílabeinsströndinni. Nordic Photos / Getty Images Didier Drogba segir að hefði hann verið valinn í franska landsliðið fyrir tíu árum síðan hefði hann svarað kallinu fremur en að spila með landsliði Fílabeinsstrandarinnar. Drogba ólst upp að hluta í Frakklandi og hóf sinn knattspyrnuferil með Le Mans þar í landi. Fyrir nærri áratug síðan vakti hann athygli Jacques Santini, þáverandi landsliðsþjálfara, fyrir góða frammistöðu með liðinu. Drogba segir að hann hefði svarað kallinu hefði Santini valið hann vegna óstöðugleika í heimalandinu. Það var skiljanleg afstaða, sérstaklega í ljósi þess að knattspyrnulið Fílabeinsstrandarinnar var fangelsað í skamman tíma eftir slæma frammistöðu á Afríkukeppni landsliða árið 2000. En svo fór að hann valdi að spila fyrir Fílabeinsströndina og sér ekki eftir því í dag. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég er viss um að ef ég hefði verið valinn ungur í franska landsliðið hefði ég valið að spila fyrir Frakkland," sagði Drogba við enska fjölmiðla. „En það hefur fært mig nær mínum uppruna að spila með Fílabeinsströndinni. Ég er betur tengdur mínum rótum og fólkinu í landinu." „Eins og hjá öllum sem alast upp við tvo menningarheima var ég fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig. Það hefur því hjálpað mér að komast að því hver ég er í raun og veru að spila fyrir hönd minnar þjóðar." Fílabeinsströndin mætir Portúgal í fyrsta leik á HM á þriðjudaginn næstkomandi en liðin eru í hinum svokallaða dauðariðlinum á HM ásamt Brasilíu og Norður-Kóreu. Drogba segir þó sína menn stefna á sæti í 16-liða úrslitum. „Þetta verður erfitt en við stefnum á því að komast upp úr riðlakeppnina. Það væri mikið afrek fyrir lítið land eins og okkar að ná þeim árangri." HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Didier Drogba segir að hefði hann verið valinn í franska landsliðið fyrir tíu árum síðan hefði hann svarað kallinu fremur en að spila með landsliði Fílabeinsstrandarinnar. Drogba ólst upp að hluta í Frakklandi og hóf sinn knattspyrnuferil með Le Mans þar í landi. Fyrir nærri áratug síðan vakti hann athygli Jacques Santini, þáverandi landsliðsþjálfara, fyrir góða frammistöðu með liðinu. Drogba segir að hann hefði svarað kallinu hefði Santini valið hann vegna óstöðugleika í heimalandinu. Það var skiljanleg afstaða, sérstaklega í ljósi þess að knattspyrnulið Fílabeinsstrandarinnar var fangelsað í skamman tíma eftir slæma frammistöðu á Afríkukeppni landsliða árið 2000. En svo fór að hann valdi að spila fyrir Fílabeinsströndina og sér ekki eftir því í dag. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég er viss um að ef ég hefði verið valinn ungur í franska landsliðið hefði ég valið að spila fyrir Frakkland," sagði Drogba við enska fjölmiðla. „En það hefur fært mig nær mínum uppruna að spila með Fílabeinsströndinni. Ég er betur tengdur mínum rótum og fólkinu í landinu." „Eins og hjá öllum sem alast upp við tvo menningarheima var ég fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig. Það hefur því hjálpað mér að komast að því hver ég er í raun og veru að spila fyrir hönd minnar þjóðar." Fílabeinsströndin mætir Portúgal í fyrsta leik á HM á þriðjudaginn næstkomandi en liðin eru í hinum svokallaða dauðariðlinum á HM ásamt Brasilíu og Norður-Kóreu. Drogba segir þó sína menn stefna á sæti í 16-liða úrslitum. „Þetta verður erfitt en við stefnum á því að komast upp úr riðlakeppnina. Það væri mikið afrek fyrir lítið land eins og okkar að ná þeim árangri."
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira