Fótbolti

Búið að reka Dunga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dunga.
Dunga. Nordic Photos / Getty Images

Brasilíska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem að fram kemur að landsliðsþjálfarinn Dunga og allt hans þjálfaralið hafa verið látið fara.

Brasilía féll úr leik í fjórðungsúrslitum á HM í Suður-Afríku eftir að hafa tapað fyrir Hollandi, 2-1, á föstudaginn. Eftir leikinn sagðist Dunga ekki eiga von á því að halda áfram með liðið.

Sambandið sagði enn fremur að gengið yrði frá ráðningu nýs þjálfara áður en mánðurinn er liðinn.

Luiz Felipe Scolari, sem stýrði Brasilíu til heimsmeistaratitils árið 2002, hefur verið orðaður við starfið en hefur þegar sagt að hann ætli sér ekki að taka við starfinu á nýjan leik. Hann er nýbúinn að ráða sig til Palmeiras í Brasilíu.

Dunga var landsliðsfyrirliði Brasilíumanna þegar þeir urðu heimsmeistarar árið 1994.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×