Fótbolti

Fabregas tæpur fyrir leikinn gegn Barcelona

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fabregas fær aðhlynningu eftir tæklinguna.
Fabregas fær aðhlynningu eftir tæklinguna. Nordicphotos/Getty Images
Stuðningsmenn Arsenal fögnuðu eflaust innst inni þegar fréttist af því að Andrés Iniesta verður ekki með Barcelona í leik liðanna í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Þeir fengu þó slæm tíðindi í dag þar sem sjálfur Cesc Fabregas er tæpur fyrir leikinn.

Hann hefur verið orðaður við Barcelona, nánast frá því hann fór þaðan sem táningur. Þar er hann alinn upp og þangað fer hann aftur á einhverjum tímapunkti. Spurningin er bara hvenær.

Craig Gardner sparkaði í Fabregas í jafnteflisleik Birmingham og Arsenal um helgina og var Arsene Wenger mjög ósáttur með tæklinguna. Howard Webb dómari dæmdi ekki aukaspyrnu og Fabregas haltraði út leikinn.

Wenger tók enga áhættu með Fabregast í leiknum gegn Porto í 16-liða úrslitunum þegar hann var einnig tæpur. Nú er meira undir og betri andstæðingur í hlut.

Abou Diaby meiddist einnig lítillega gegn Birmingham en bæði hann, Samir Nasri og Andrey Arshavin sem byrjuðu á bekknum um helgina ættu að vera leikfærir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×