Þessir dæma í Skotlandi um helgina - dómaraverkfallið rifjað upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2010 13:18 Leikmenn eru ekki alltaf sáttir við dómarann, eins og Kenny Miller, leikmaður Rangers, sýnir dómaranum Callum Murray hér. Nordic Photos / Getty Images Það verða dómarar frá Lúxemborg, Ísrael og Möltu sem munu dæma leikina sex í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Ástæðan er sú að skoskir dómarar verða í verkfalli um helgina, til að mótmæla þeirri gagnrýni sem þeir hafa fengið frá leikmönnum og starfsmönnum liða í haust. Stuðningsmenn hafa einnig látið til sín taka og sumir dómarar hafa fengið líflátshótanir frá þeim. Mál þetta hefur vakið mikla athygli síðan það fyrst kom upp á mánudaginn. Vísir greindi frá því þá.Kristinn Jakobsson tók það ekki í mál að fara til Skotlands.Á þriðjudagsmorgun bárust svo fregnir af því að skoska knattspyrnusambandið hefði leitað til knattspyrnusambanda í nágrannalöndunum og á Norðurlöndunum til að fá dómara lánaða til að fylla í skarð skosku dómaranna. Í fyrstu virtist sem svo að íslenskir dómarar myndu taka það að sér. En því var fljótlega neitað og sendi Félag deildardómara frá sér yfirlýsingu um málið. Þeir myndu standa með sínum starfsbræðrum í Skotlandi sem þverneituðu að hætta við verkfallið. Dómarar í Bretlandi, Írlandi og á Norðurlöndunum tóku allir í svipaðan streng. Því var næst snúið sér að öðrum Evrópulöndum með þeim árangri að leikirnir geta farið fram um helgina.Ekki var hægt að manna alla leiki í Skotlandi um helgina, til að mynda hjá Stirling Albion og Patrick Thistle í B-deildinni.Nordic Photos / Getty ImagesTil stóð að dómarar frá Póllandi og Portúgal myndu koma til Skotlands. En í gær var greint frá því að pólska sambandið hafi hætt við og meinað sínum dómurum að fara. Einn dómari frá Portúgal var kominn til Skotlands í gærkvöldi þegar hann ákvað skyndilega að hætta við og er hann farinn aftur til síns heima. Það skipti þó ekki máli þegar uppi var staðið því að fresta þurfti leik í bikarkeppninni sem átti að fara fram í dag. Það snjóaði í Skotlandi í nótt og var því ekki hægt að spila á vellinum þar sem leikurinn átti að fara fram. Dómari bikarleiksins, frá Möltu, var því settur á leik Hibernian og St. Johnstone sem portúgalski dómarinn átti upphaflega að dæma.Craig Thompson dæmdi leik Danmerkur og Íslands á Parken í september, sem og leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeildinni í vikunni. Þá rak hann Xabi Alonso og Sergio Ramos af velli í frægu máli en hann verður í verkfalli um helgina.Nordic Photos / Getty ImagesEkki tókst þó að manna alla leiki helgarinnar í Skotlandi og þurfti að til að mynda að fresta leikjum í skosku B-deildinni og bikarkeppninni vegna dómaraverkfallsins.Þessir dæma leiki helgarinnar í skosku úrvalsdeildinni:Laugardagur: Celtic - Inverness: Alain Hamer, Lúxemborg. Hamilton - St. Mirren: Meir Levy, Ísrael. Hibernian - St. Johnstone: Christian Lautier, Möltu. Kilmarnock - Aberdeen: Eli Hacmon, Ísrael.Sunnudagur: Dundee United - Rangers: Alain Hamer, Lúxemborg. Motherwell - Hearts: Meir Levy, Ísrael. Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Það verða dómarar frá Lúxemborg, Ísrael og Möltu sem munu dæma leikina sex í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Ástæðan er sú að skoskir dómarar verða í verkfalli um helgina, til að mótmæla þeirri gagnrýni sem þeir hafa fengið frá leikmönnum og starfsmönnum liða í haust. Stuðningsmenn hafa einnig látið til sín taka og sumir dómarar hafa fengið líflátshótanir frá þeim. Mál þetta hefur vakið mikla athygli síðan það fyrst kom upp á mánudaginn. Vísir greindi frá því þá.Kristinn Jakobsson tók það ekki í mál að fara til Skotlands.Á þriðjudagsmorgun bárust svo fregnir af því að skoska knattspyrnusambandið hefði leitað til knattspyrnusambanda í nágrannalöndunum og á Norðurlöndunum til að fá dómara lánaða til að fylla í skarð skosku dómaranna. Í fyrstu virtist sem svo að íslenskir dómarar myndu taka það að sér. En því var fljótlega neitað og sendi Félag deildardómara frá sér yfirlýsingu um málið. Þeir myndu standa með sínum starfsbræðrum í Skotlandi sem þverneituðu að hætta við verkfallið. Dómarar í Bretlandi, Írlandi og á Norðurlöndunum tóku allir í svipaðan streng. Því var næst snúið sér að öðrum Evrópulöndum með þeim árangri að leikirnir geta farið fram um helgina.Ekki var hægt að manna alla leiki í Skotlandi um helgina, til að mynda hjá Stirling Albion og Patrick Thistle í B-deildinni.Nordic Photos / Getty ImagesTil stóð að dómarar frá Póllandi og Portúgal myndu koma til Skotlands. En í gær var greint frá því að pólska sambandið hafi hætt við og meinað sínum dómurum að fara. Einn dómari frá Portúgal var kominn til Skotlands í gærkvöldi þegar hann ákvað skyndilega að hætta við og er hann farinn aftur til síns heima. Það skipti þó ekki máli þegar uppi var staðið því að fresta þurfti leik í bikarkeppninni sem átti að fara fram í dag. Það snjóaði í Skotlandi í nótt og var því ekki hægt að spila á vellinum þar sem leikurinn átti að fara fram. Dómari bikarleiksins, frá Möltu, var því settur á leik Hibernian og St. Johnstone sem portúgalski dómarinn átti upphaflega að dæma.Craig Thompson dæmdi leik Danmerkur og Íslands á Parken í september, sem og leik Real Madrid og Ajax í Meistaradeildinni í vikunni. Þá rak hann Xabi Alonso og Sergio Ramos af velli í frægu máli en hann verður í verkfalli um helgina.Nordic Photos / Getty ImagesEkki tókst þó að manna alla leiki helgarinnar í Skotlandi og þurfti að til að mynda að fresta leikjum í skosku B-deildinni og bikarkeppninni vegna dómaraverkfallsins.Þessir dæma leiki helgarinnar í skosku úrvalsdeildinni:Laugardagur: Celtic - Inverness: Alain Hamer, Lúxemborg. Hamilton - St. Mirren: Meir Levy, Ísrael. Hibernian - St. Johnstone: Christian Lautier, Möltu. Kilmarnock - Aberdeen: Eli Hacmon, Ísrael.Sunnudagur: Dundee United - Rangers: Alain Hamer, Lúxemborg. Motherwell - Hearts: Meir Levy, Ísrael.
Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira