Enski boltinn

Defoe vill klára ferilinn hjá Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Jermain Defoe er afar ánægður í herbúðum Tottenham Hotspur og segist vel geta hugsað sér að klára ferilinn þar þó svo hann sé aðeins 27 ára.

"Allt við félagið segir mér að það sé að stefna í rétta átt. Ég vil gjarna vera hluti af þessum góðu hlutum sem eru að gerast hjá félaginu," sagði Defoe.

"Það er allt til staðar hjá félaginu. Frábærir leikmenn og stjóri sem hefur sannað að hann sé með þeim bestu. Maður yrði að vera eitthvað klikkaður ef maður vildi ekki taka þátt í þessu. Spurs verður lengi eitt af fjórum bestu undir stjórn Redknapp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×