Fótbolti

Casillas: Pepe Reina sagði mér hvar Cordoza myndi skjóta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Iker Casillas í viðtali við sjónvarpskonuna Sara Carbonero eftir leikinn í kvöld. Þau eru reyndar einnig kærustupar.
Iker Casillas í viðtali við sjónvarpskonuna Sara Carbonero eftir leikinn í kvöld. Þau eru reyndar einnig kærustupar. Nordic Photos / AFP
Iker Casilles segir að það hafi verið Pepe Reina að þakka að hann varði vítaspyrnu Oscar Cardozo í leik Spánar og Paragvæ í kvöld.

Þegar staðan var markalaus fékk Úrúgvæ víti sem Cardozo tók. Þó svo að skotið hafi verið ágætlega fast náði Casillas að grípa boltann frá honum.

„Reina sagði mér hvar hann myndi skjóta," sagði Casillas eftir leikinn. „Hann er ótrúlegur." Pepe Reina er varamarkvörður Casillas í spænska landsliðinu og markvörður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Casillas er landsliðsfyrirliði Spánar og hrósaði sínum mönnum fyrir sigurinn. „Það býr mikið af hæfileikum í þessu liði og við getum farið langt. En við þurfum að vera varkárir því Þýskaland er með frábært lið og við þurfum að bera virðingu fyrir þeim," sagði Casillas.

Spánn og Þýskaland mætast í undanúrslitum HM í Suður-Afríku á miðvikudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×