Umfjöllun: Valur glutraði niður unnum leik gegn ÍBV Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. maí 2010 15:55 Magnús Þórisson rekur hér Yngva Magnús af velli. Mynd/Anton Eyjamenn fengu sín fyrstu stig í Pepsi-deild karla í kvöld eftir 1-1- jafntefli við Val að Hlíðarenda í kvöld. Eyjamenn geta verið virkilega sáttir með stigið enda léku þeir manni færri meginþorrann af leiknum. Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið léku léttleikandi knattspyrnu. Valsmenn voru skeinuhættari og líklegri til að skora. Á 22. mínútu urðu Eyjamenn fyrir blóðtöku þegar Yngvi Magnús Borgþórsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir að verja boltann á marklínu með hendinni. Magnús Þórisson, dómari, dæmdi réttilega vítaspyrnu og sendi Yngva Magnús í bað fyrir annars lipra markmannstilburði. Albert Sævarsson varði hins vegar glæsilega frá Hauki Pál Sigurðssyni sem steig á vítapunktinn. Valmenn voru hins vegar ekki lengi að bæta fyrir það þegar Atli Sveinn Þórarinsson hamraði boltann í netið af stuttu færi eftir einbeitingarleysi í vörn Eyjamanna í næstu sókn. Nú héldu flestir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir Valsmenn en svo var nú aldeilis ekki. Eyjamenn efldust við mótlætið og náðu að jafna leikinn, gegn gangi leiksins eftir hrikalega varnarmistök hjá Val. Martin Pedersen átti slaka sendingu tilbaka sem Denis Sytnik komst inní og labbaði nánast framhjá Kjartani Sturlusyni í marki Vals. Ódýrt mark svo ekki sé meira sagt. Eyjamenn mættu þéttir fyrir í seinni hálfleik og stilltu upp varnarmúr á Vodafone-vellinum. Valsmönnum gekk illa að komast í góð færi og ekki var sami bragur á liðinu sem lék glimrandi vel gegn Íslandsmeisturum FH. Ian Jeffs og Arna Sveinn Geirsson fengu hættuleg færi en Albert Sævarsson átti sérlega góðan dag og sá við þeim. Hættulegasta færi Eyjamanna fékk James Hurst, nýr leikmaður Eyjamanna, en hættuleg aukaspyrna hans var vel varinn af Kjartani Sturlusyni í marki Vals, sannkölluð sjónvarpsvarsla. Arnar Sveinn var sérlega ógnandi og átti fínar rispur hjá Valsmönnum. Albert Sævarsson var besti maður vallarins en hann hélt Eyjamönnum inní leiknum með góðum vörslum. Nýju útlendingarnir hjá ÍBV virðast einnig passa vel inn í liðið. Jafntefli voru í raun mjög sanngjörn úrslit í þessum leik og Eyjamenn sýndu að barátta og liðsheild fer langt í knattspyrnu. Valsmenn geta hins vegar verið ósáttir enda voru þeir með leikinn í hendi sér eftir að hafa komist yfir og orðið manni fleiri. Valur-ÍBV 1-11-0 Atli Sveinn Þórarinsson (24. ) 1-1 Denis Sytnik (43.) Áhorfendur: 1.038 Dómari: Magnús Þórisson 7. Skot (á mark): 10-8 (6-5) Varin skot: Kjartan 4 – Albert 3 Horn: 10-2 Aukaspyrnur fengnar: 15-15 Rangstöður: 3-1 Valur (4-5-1) Kjartan Sturluson 7 Stefán Eggertsson 6 Reynir Leósson 6 (74. Greg Ross -) Atli Sveinn Þórarinsson 7 Martin Pedersen 5 Arnar Sveinn Geirsson 6 Ian Jeffs 6 (72. Jón Vilhelm Ákason 6) Haukur Páll Sigurðsson 6 Baldur I. Aðalsteinsson 6 ( 84. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Rúnar Már Sigurjónsson 6 Danni König 6 ÍBV (4-5-1) Albert Sævarsson 7 - Maður leiksins Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Yngvi M. Borgþórsson 5 Andri Ólafsson 6 Matt Garner 6 Tonny Mawejje 5 Finnur Ólafsson 6 (70. Ásgeir Aron Ásgeirsson 6 ) James Hurst 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 (84. Eyþór Helgi Birgisson -) Tryggvi Guðmundsson 7 Denis Sytnik 7 (43. Rasmus Christansen 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Valur - ÍBV Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi: Vonandi fyrsta stigið af mörgum „Við vorum líklegri til að hirða öll þrjú stigin í lokin. Þetta var mikill baráttuleikur hjá okkur og þurftum að hlaupa mikið eftir að við urðum manni færri. Þetta var flott stig hjá okkur og vonandi það fyrsta af mörgum í sumar,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, Eyjapeyi, eftir 1-1 jafntefli við Val að Hlíðarenda í kvöld. 17. maí 2010 22:26 Gunnlaugur: Mjög svekktur að ná ekki þremur stigum „Ég er mjög svekktur með að ná ekki þremur stigum úr þessum leik. Við vorum með leikinn í höndunum eftir að við komumst yfir og vorum einum leikmanni fleiri. Það er ljóst að mínir menn náðu ekki að notfæra sér liðsmuninn nógu vel,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir 1-1 jafntefli við ÍBV á Vodafone-vellinum í kvöld. 17. maí 2010 22:45 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Eyjamenn fengu sín fyrstu stig í Pepsi-deild karla í kvöld eftir 1-1- jafntefli við Val að Hlíðarenda í kvöld. Eyjamenn geta verið virkilega sáttir með stigið enda léku þeir manni færri meginþorrann af leiknum. Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið léku léttleikandi knattspyrnu. Valsmenn voru skeinuhættari og líklegri til að skora. Á 22. mínútu urðu Eyjamenn fyrir blóðtöku þegar Yngvi Magnús Borgþórsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir að verja boltann á marklínu með hendinni. Magnús Þórisson, dómari, dæmdi réttilega vítaspyrnu og sendi Yngva Magnús í bað fyrir annars lipra markmannstilburði. Albert Sævarsson varði hins vegar glæsilega frá Hauki Pál Sigurðssyni sem steig á vítapunktinn. Valmenn voru hins vegar ekki lengi að bæta fyrir það þegar Atli Sveinn Þórarinsson hamraði boltann í netið af stuttu færi eftir einbeitingarleysi í vörn Eyjamanna í næstu sókn. Nú héldu flestir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir Valsmenn en svo var nú aldeilis ekki. Eyjamenn efldust við mótlætið og náðu að jafna leikinn, gegn gangi leiksins eftir hrikalega varnarmistök hjá Val. Martin Pedersen átti slaka sendingu tilbaka sem Denis Sytnik komst inní og labbaði nánast framhjá Kjartani Sturlusyni í marki Vals. Ódýrt mark svo ekki sé meira sagt. Eyjamenn mættu þéttir fyrir í seinni hálfleik og stilltu upp varnarmúr á Vodafone-vellinum. Valsmönnum gekk illa að komast í góð færi og ekki var sami bragur á liðinu sem lék glimrandi vel gegn Íslandsmeisturum FH. Ian Jeffs og Arna Sveinn Geirsson fengu hættuleg færi en Albert Sævarsson átti sérlega góðan dag og sá við þeim. Hættulegasta færi Eyjamanna fékk James Hurst, nýr leikmaður Eyjamanna, en hættuleg aukaspyrna hans var vel varinn af Kjartani Sturlusyni í marki Vals, sannkölluð sjónvarpsvarsla. Arnar Sveinn var sérlega ógnandi og átti fínar rispur hjá Valsmönnum. Albert Sævarsson var besti maður vallarins en hann hélt Eyjamönnum inní leiknum með góðum vörslum. Nýju útlendingarnir hjá ÍBV virðast einnig passa vel inn í liðið. Jafntefli voru í raun mjög sanngjörn úrslit í þessum leik og Eyjamenn sýndu að barátta og liðsheild fer langt í knattspyrnu. Valsmenn geta hins vegar verið ósáttir enda voru þeir með leikinn í hendi sér eftir að hafa komist yfir og orðið manni fleiri. Valur-ÍBV 1-11-0 Atli Sveinn Þórarinsson (24. ) 1-1 Denis Sytnik (43.) Áhorfendur: 1.038 Dómari: Magnús Þórisson 7. Skot (á mark): 10-8 (6-5) Varin skot: Kjartan 4 – Albert 3 Horn: 10-2 Aukaspyrnur fengnar: 15-15 Rangstöður: 3-1 Valur (4-5-1) Kjartan Sturluson 7 Stefán Eggertsson 6 Reynir Leósson 6 (74. Greg Ross -) Atli Sveinn Þórarinsson 7 Martin Pedersen 5 Arnar Sveinn Geirsson 6 Ian Jeffs 6 (72. Jón Vilhelm Ákason 6) Haukur Páll Sigurðsson 6 Baldur I. Aðalsteinsson 6 ( 84. Hafþór Ægir Vilhjálmsson -) Rúnar Már Sigurjónsson 6 Danni König 6 ÍBV (4-5-1) Albert Sævarsson 7 - Maður leiksins Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Yngvi M. Borgþórsson 5 Andri Ólafsson 6 Matt Garner 6 Tonny Mawejje 5 Finnur Ólafsson 6 (70. Ásgeir Aron Ásgeirsson 6 ) James Hurst 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 (84. Eyþór Helgi Birgisson -) Tryggvi Guðmundsson 7 Denis Sytnik 7 (43. Rasmus Christansen 6) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að sjá lýsinguna þarf að smella hér: Valur - ÍBV
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Tryggvi: Vonandi fyrsta stigið af mörgum „Við vorum líklegri til að hirða öll þrjú stigin í lokin. Þetta var mikill baráttuleikur hjá okkur og þurftum að hlaupa mikið eftir að við urðum manni færri. Þetta var flott stig hjá okkur og vonandi það fyrsta af mörgum í sumar,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, Eyjapeyi, eftir 1-1 jafntefli við Val að Hlíðarenda í kvöld. 17. maí 2010 22:26 Gunnlaugur: Mjög svekktur að ná ekki þremur stigum „Ég er mjög svekktur með að ná ekki þremur stigum úr þessum leik. Við vorum með leikinn í höndunum eftir að við komumst yfir og vorum einum leikmanni fleiri. Það er ljóst að mínir menn náðu ekki að notfæra sér liðsmuninn nógu vel,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir 1-1 jafntefli við ÍBV á Vodafone-vellinum í kvöld. 17. maí 2010 22:45 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Tryggvi: Vonandi fyrsta stigið af mörgum „Við vorum líklegri til að hirða öll þrjú stigin í lokin. Þetta var mikill baráttuleikur hjá okkur og þurftum að hlaupa mikið eftir að við urðum manni færri. Þetta var flott stig hjá okkur og vonandi það fyrsta af mörgum í sumar,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, Eyjapeyi, eftir 1-1 jafntefli við Val að Hlíðarenda í kvöld. 17. maí 2010 22:26
Gunnlaugur: Mjög svekktur að ná ekki þremur stigum „Ég er mjög svekktur með að ná ekki þremur stigum úr þessum leik. Við vorum með leikinn í höndunum eftir að við komumst yfir og vorum einum leikmanni fleiri. Það er ljóst að mínir menn náðu ekki að notfæra sér liðsmuninn nógu vel,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, eftir 1-1 jafntefli við ÍBV á Vodafone-vellinum í kvöld. 17. maí 2010 22:45