Lífið

Árlegt Bleikt boð framundan - myndir

MYNDIR/Kristín Þorgeirsdóttir
MYNDIR/Kristín Þorgeirsdóttir

Krabbameinsfélagið stendur fyrir Bleika boðinu sem er skemmtikvöld föstudaginn 22. október í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík, þar sem 1000 konur koma saman.

Tilgangurinn er að eiga góða og skemmtilega kvöldstund saman ásamt því að hvetja til árvekni gegn krabbameinum hjá konum.

Dagskráin er að mótast þessa dagana en húsið verður opnað kl. 20:00 og lokað kl. 23:30. Ýmsir skemmtilegir dagskrárliðir verða í Bleika boðinu svo sem tónlistaratriði, dans og tískusýning. Svo verður fjáröflun til styrktar Krabbameinsfélaginu í formi happdrættis.

Boðið er ókeypis og verður auglýst m.a. á Facebook. Konum verður boðið að sækja um miða á www.bleikabodid.is og getur hver og ein kona pantað sér 2 miða.

Meðfylgjandi eru myndir úr Bleika boðinu í fyrra, sem haldið var í Hafnarhúsinu - þær eru allar teknar af Kristínu Þorgeirsdóttur, ljósmyndara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.