Lífið

Eiginkonan fyrirgaf framhjáhaldið

Mark Owen. MYND/Bang Showbiz
Mark Owen. MYND/Bang Showbiz

Take That söngvarinn Mark Owen, 38 ára, hefur ákveðið að horfa fram á veginn með eiginkonu sinni Emmu Ferguson en hann viðurkenndi fyrr á þessu ári í fjölmiðlum að hafa haldið framhjá henni ítrekað í gegnum árin.

Söngvarinn sér gríðarlega eftir því hvernig hann hagaði sér og Emma, sem hefur alið honum tvö börn, fyrirgaf honum og núna ætla þau að rækta sambandið framvegis og vera saman það sem eftir er.

„Ég þrái fátt annað en að við eldumst saman. Ég dýrka hana (Emmu). Tilfinningarnar eru til staðar," lét Mark hafa eftir sér.

Stjörnumerkjapælingar og spár á Lífinu á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.