Enski boltinn

Gylfi skaut Reading áfram - Man. City úr leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brian Howard fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld.
Brian Howard fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson hélt öskubuskuævintýri Reading í enska bikarnum á lífi í kvöld er hann skaut liðinu áfram með marki í framlengingu gegn WBA.

WBA virtist vera að sigla 2-1 sigri í höfn þegar Brian Howard jafnaði fyrir Reading í lokaandartökum leiksins.

Það voru svo aðeins liðnar fimm mínútur af framlengingunni þegar Gylfi skoraði sigurmark leiksins.

Stoke City lagði síðan Man. City, 3-1. Dave Kitson kom Stoke yfir á 79. mínútu en Craig Bellamy jafnaði fyrir Man. Citu á þeirri 81.

Á 83. mínútu lét Emmanuel Adeabayor reka sig af velli. Það nýttu leikmenn Stoke sér í framlengingunni er liðið skoraði tvö mörk.

Þau mörk skoruðu Ryan Shawcross og Tuncay Sanli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×